Enginn augljós arftaki er í formannssæti Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum, að mati Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Bjarni ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi sjálfstæðismanna en enn liggur vafi á hvenær fundurinn verður haldinn
Iðunn Andrésdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Enginn augljós arftaki er í formannssæti Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum, að mati Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Bjarni ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi sjálfstæðismanna en enn liggur vafi á hvenær fundurinn verður haldinn.
Í fljótu bragði segir Eiríkur þó fjóra sjálfstæðismenn helst koma til greina, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur varaformann flokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, sem bauð sig fram gegn Bjarna á síðasta landsfundi, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur.