30 ára Hjálmar er Vestmannaeyingur og hefur búið í Eyjum mestalla tíð. Hann er rafvirki að mennt frá Tækniskólanum og er nemi í rafiðnfræði við HR. Hann starfar einnig í laxeldinu Laxey í Vestmannaeyjum. Áhugamálin eru borðspil, frisbígolf og tölvuleikir.


Fjölskylda Eiginkona Hjálmars er Bára Viðarsdóttir, f. 1999, með BA-gráðu í VFX for film and television frá Art University Bournemouth. Sonur þeirra er Herkúles Leó, f. 2024. Foreldrar Hjálmars eru Þorleifur Dolli Hjálmarsson, f. 1961, rafiðnfræðingur, búsettur í Reykjavík, og Ágústa Hulda Árnadóttir, f. 1962, matráður, búsett í Eyjum.