Tímamót Einhverjir munu kveðja formanninn með nokkrum trega.
Tímamót Einhverjir munu kveðja formanninn með nokkrum trega. — Morgunblaðið/Eggert

Sjálfstæðismenn brugðust í gær við fregnum af ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að láta af þingmennsku og gefa ekki kost á sér til formennsku að nýju. Þökkuðu þeir Bjarna fyrir vel unnin störf í þágu flokksins og lýstu margir hverjir blendnum tilfinningum vegna ákvörðunarinnar. Er ljóst að margir munu kveðja formanninn með nokkrum trega.

Jón Gunnarsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, tekur sæti á Alþingi þegar Bjarni hætti á þingi. Sagði Jón það þó síður en svo gleðiefni að taka við þingsætinu undir kringumstæðum sem þessum. Bjarni væri yfirburðamaður á þingi og mikil eftirsjá væri að honum. Kvaðst Jón ekki sjálfur hafa leitt hugann að því að bjóða sig fram í forystusætið.

Sagði Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður sér og öðrum hafa brugðið við fregnirnar af Bjarna, sér í lagi að hann hygðist ekki

...