Þorgeir Eyjólfsson og Helgi Örn Viggósson
Að hundruð Íslendinga eigi við alvarlegar aukaverkanir af völdum mRNA-bóluefnanna að stríða og að fjöldi landsmanna hafi mætt ótímabærum dauðdaga í embættistíð Ölmu Möller fráfarandi landlæknis er órækur vitnisburður þess að landlækni hefur í mörgu mistekist að stuðla að heilbrigði landsmanna eins og lögin um starf hennar sem landlæknis kveða á um.
Eftirfarandi upptalning er hvergi nærri tæmandi yfir mistök landlæknis frá áramótum 2021/2022 þegar bólusetningar við covid-19 hófust:
1. Strax á fyrstu dögum bólusetninga létust nokkrir einstaklingar í kjölfar bólusetninga og því var hættan á alvarlegum aukaverkunum bóluefnanna landlækni ljós frá upphafi. Jafnframt mátti landlækni vera fljótlega ljóst að bóluefnin komu ekki í veg fyrir smit til eða frá
...