María Svanbjörg Ragnhildur Sigurðardóttir húsfreyja og bóndi fæddist 19. maí 1935 á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Hún lést að Hánefsstöðum aðfaranótt 27. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Sigurður Vilhjálmsson, f. 7. mars 1892, bóndi og oddviti á Hánefsstöðum, d. 25. febrúar 1968, og Guðný Svanþrúður Vilhjálmsdóttir, húsfreyja frá Brekku í Mjóafirði, f. 7. maí 1894, d. 3. nóvember 1989.
Systkini Svanbjargar voru stúlka Sigurðardóttir, fædd andvana 2. mars 1933, og drengur Sigurðsson, andvana fæddur 3. júlí 1936.
Svanbjörg giftist 30.6. 1957 Jóni Sigurðssyni, f. 1. mars 1932 á Ljótsstöðum í Vopnafirði. Hann lést 14. janúar 2019. Foreldrar hans voru Sigurður Gunnarsson, f. 5. nóvember 1895, bóndi og oddviti á Ljótsstöðum, d. 24. maí 1974, og Jóhanna Sigurborg Sigurjónsdóttir húsfreyja frá
...