Eftir að Pútín sendi Rússlandsher inn í Úkraínu varð skyndileg breyting á viðhorfi íslenskra stjórnmálamanna til varnarmála. Allir virtust hrökkva í kút og undanfarin þrjú ár hefur vart liðið sú vika sem stjórnvöld hafa ekki hamrað á þörfinni fyrir…
Úkraínskur hermaður kastar mæðinni. Úkranínustríðið leiddi til viðhorfsbreytingar á Íslandi og skyndilega mikil stemning fyrir því að auka útgjöld til hernaðar- og varnarmála. Fjáraustur gerir samt ekki endilega gagn.
Úkraínskur hermaður kastar mæðinni. Úkranínustríðið leiddi til viðhorfsbreytingar á Íslandi og skyndilega mikil stemning fyrir því að auka útgjöld til hernaðar- og varnarmála. Fjáraustur gerir samt ekki endilega gagn. — AFP/Roman Pilipey

Eftir að Pútín sendi Rússlandsher inn í Úkraínu varð skyndileg breyting á viðhorfi íslenskra stjórnmálamanna til varnarmála. Allir virtust hrökkva í kút og undanfarin þrjú ár hefur vart liðið sú vika sem stjórnvöld hafa ekki hamrað á þörfinni fyrir nýja og harðari stefnu, og almenningur virðist meira eða minna kominn á sömu línu.

Nýbakaður forsætisráðherra notaði meira að segja áramótaávarp sitt til að minna landsmenn á að við lifum á viðsjárverðum tímum og ekki lengur í boði fyrir Ísland að sitja á hliðarlínunni. Það er merkilegt að þessi tiltekni kafli í ræðu formanns Samfylkingarinnar hefði allt eins getað verið skrifaður af Birni Bjarnasyni, en hugmyndir hans um hernaðarmál þóttu lengi til marks um einhvers konar sérvisku á hægri vængnum og kjörinn efniviður fyrir skopmyndateiknara.

Mér þykir það jákvæð þróun ef Íslendingar eru farnir að huga

...