Lárus M.K. Ólafsson
Lárus M.K. Ólafsson

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafa ráðið til sín aðstoðarmenn.

Lárus M.K. Ólafsson lögfræðingur mun aðstoða Jóhann Pál. Hann hefur sérhæft sig á sviði umhverfis- og auðlindamála, var yfirlögfræðingur Orkustofnunar 2008-2011 og jafnframt staðgengill orkumálastjóra.

Aðstoðarmaður Loga er Tómas Guðjónsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og þar áður upplýsingafulltrúi þingflokksins. Hann var einnig kosningastjóri flokksins í Norðausturkjördæmi árið 2016.