Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir athugavert að engin lausnarbeiðni hafi borist frá þeim þingmönnum sem jafnframt eru borgar- eða varaborgarfulltrúar.
Á þessu vakti Friðjón athygli á borgarstjórnarfundi í gær, en hann bendir á að þrír borgarstjórnarfundir séu frá kosningum og beinir gagnrýni sinni einkum að Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra.
Í samtali við Morgunblaðið bendir Friðjón á að þingmenn hafi fengið tvöfalda launagreiðslu um áramótin, fyrir desember og janúar, og því hafi þingmenn sem enn hljóti full laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúar fengið ríflega launagreiðslu í byrjun mánaðar.
Bendir Friðjón á að hann hafi sjálfur farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn er hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður í tvo mánuði og segir að Degi hefði verið í lófa
...