Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri hjá Eignamiðlun, segir nokkra þætti skýra að sala nýrra íbúða á miðborgarreitum hafi gengið heldur hægar en vonast var til. Á grafi hér fyrir ofan má sjá hvernig salan hefur gengið á átta slíkum reitum

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri hjá Eignamiðlun, segir nokkra þætti skýra að sala nýrra íbúða á miðborgarreitum hafi gengið heldur hægar en vonast var til.

Á grafi hér fyrir ofan má sjá hvernig salan hefur gengið á átta slíkum reitum. Seldar hafa verið 227 nýjar íbúðir af 517 sem samsvarar um 44 prósentum íbúða. Á þremur reitum hófst salan haustið 2023 en vaxtahækkanir Seðlabankans voru þá farnar að bíta.

Á það ber að líta að uppbyggingu er ekki lokið á Hlíðarhorni á Hlíðarenda, á Heklureit við Laugaveg og í Vesturvin við Ánanaust. Á þessum reitum hafa komið 262 íbúðir í sölu, þar af 33 í Hlíðarhorni á Hlíðarenda. Síðar munu bætast við 162 íbúðir

...