Heimsókn Donald Trump yngri flaug með Trump-þotunni til Grænlands.
Heimsókn Donald Trump yngri flaug með Trump-þotunni til Grænlands. — AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, útilokar ekki að beita hernum til að ná Panamaskurðinum og Grænlandi á sitt vald. Segir hann að yfirráð Bandaríkjanna á hvoru tveggja séu nauðsynleg fyrir öryggi þjóðarinnar.

Þetta kom fram í máli Trumps er blaðamenn spurðu hann í gær hvort hann útilokaði beitingu hersins í þessu tilliti. Bætti hann við að Panamaskurðurinn væri nauðsynlegur fyrir Bandaríkin og að þau þyrftu Grænland í þjóðaröryggisskyni.

Elsti sonur Trumps, Donald Trump yngri, flaug til Grænlands í gær. Sagði hann heimsóknina ekki gerða með það í huga að kaupa landið.

„Ég er ekki hér í þeim tilgangi að festa kaup á landinu. Ég er einungis að fara sem ferðamaður,“ sagði hann við blaðamenn er hann lenti við höfuðstaðinn Nuuk. Hann sneri heim aftur í gærkvöldi.

...