Albert Þór Jónsson
Ríkisvæðing heilbrigðiskerfisins, fjármálakerfisins og menntakerfisins hefur aukist en stærsti hluti fjármálakerfisins er enn í eigu ríkisins. Ríkisrekstur og fjölgun ríkisstofnana hefur blásið út á undanförnum árum og virðist fátt benda til þess að sú þróun breytist. Yfirbygging í opinberum rekstri er of mikil og hefjast þarf handa við kerfisbundna hagræðingu í rekstri ríkissjóðs á öllum sviðum.
Fyrir þrjátíu árum átti sér stað fyrsta einkavæðing ríkisfyrirtækis samkvæmt einkavæðingaráætlun ríkisstjórnarinnar á þeim tíma, þegar allt hlutafé í Prentsmiðjunni Gutenberg hf. var selt. Þrátt fyrir bjartsýni um aukið einkaframtak og kraft í sölu ríkisfyrirtækja á undanförnum árum erum við á svipuðum stað.
Ríkisvæðing í dýrustu málaflokkum landsins, heilbrigðis- og menntakerfinu, mun
...