The Damned, ný íslensk hryllingsmynd eftir Þórð Pálsson, hefur fengið mikið lof eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum um liðna helgi. Myndin, sem byggist á íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru, er fyrsta kvikmynd Þórðar í fullri lengd og verður frumsýnd hér á landi 30. janúar næstkomandi. Bandaríski fjölmiðillinn IndieWire lýsir henni m.a. sem „verki sem fær þig til að finna kuldann inn að beini“ og bandaríska afþreyingartímaritið Variety kallar hana „ógleymanlega blöndu af þjóðsögum og áhrifaríkri stemningu.“ Nánar á k100.is.