Haukar náðu sex stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta er liðið sigraði Njarðvík, 82:75, á útivelli í 13. umferðinni í gærkvöldi. Njarðvík hefði getað minnkað forskotið niður í tvö stig með sigri. Tindastóll var fjórum stigum frá Haukum fyrir gærkvöldið en Skagfirðingar töpuðu fyrir Val, 73:64. Þá hafði Stjarnan betur gegn Aþenu, 79:71, og Hamar/Þór vann Grindavík, 80:76. » 30