Vinnumarkaður
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Nú þegar ný ríkisstjórn leitar leiða til að auka aðhald í ríkisrekstri, styðja við verðbólgumarkmið Seðlabankans og stuðla að lækkun vaxta er vert að horfa yfir sviðið með víðri linsu og meta hvaða umbætur myndu þjóna þeim markmiðum. Eitt af því sem máli skiptir í þessu samhengi er hvernig umsvifamikil tilfærslukerfi þróast yfir tíma. Er til að mynda eðlilegt að bætur almannatrygginga fylgi launaþróun?
Laun eru endurgjald fyrir verðmætasköpun. Bætur almannatrygginga eiga hins vegar að tryggja framfærslu. Því er ólíku saman að jafna. Ef spyrða á saman launaþróun á vinnumarkaði og bætur almannatrygginga verður að hafa í huga að þróun launavísitölu hefur sögulega verið
...