Stöllurnar sameinaðar í ríkisstjórninni, Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga.
Stöllurnar sameinaðar í ríkisstjórninni, Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga. — Morgunblaðið/Eggert

Að sögn leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar er eitt af forgangsverkefnum hennar að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Það er komið að ríkisfyrirtækjunum og ríkinu sjálfu hefur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagt. Reyndar orð í tíma töluð og vonandi að hún sé heil í þeirri vegferð en láti ekki afvegleiða sig. Freistingarnar eru margar og stígurinn grýttur.

Nú hefur ríkisstjórnin gengið lengra í þessu markmiði sínu og leitar samstarfs við þjóðina um verkefnið. Inn í samráðsgátt stjórnvalda keppist almenningur við að hlýða leiðtogum sínum og koma með tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Margt áhugavert en sumt alveg stórundarlegt.

Ein helsta hagræðing fyrir þessa ríkisstjórn er einfaldlega að fækka ríkisstarfsmönnum og stoppa augljós verkefni sem enginn fótur er fyrir. Skera niður þar sem ríkið og starfsmenn þess finna fyrir því en ekki almenningur. Það

...