Fimm umsóknir bárust um embætti landlæknis, sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember sl. Sem kunnugt er bauð Alma Möller fyrrverandi landlæknir sig fram til þings fyrir Samfylkinguna og er nú sest í ríkisstjórn sem heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna en samkvæmt upplýsingum blaðsins gæti komið upp sú staða að Alma fengi annan ráðherra til að ganga frá skipuninni, að undangengnu mati sérstakrar nefndar sem metur hæfi umsækjenda.
Fjórir læknar og einn lífeindafræðingur sóttu um stöðuna, en Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir eftir að Alma hætti í embættinu.
Umsækjendur eru Björg Þorsteinsdóttir, læknir og ráðgjafi, Eik Haraldsdóttir lífeindafræðingur, Elísabet Benedikz yfirlæknir, María Heimisdóttir, yfirlæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og
...