Stundum verður manni þungt í skapi. En svo birtir til – maður tekur gleði sína (eða tekur aftur gleði sína): verður glaður aftur. Barnsgrátur stendur oft stutt, barnið tekur gleði sína fljótt aftur

Stundum verður manni þungt í skapi. En svo birtir til – maður tekur gleði sína (eða tekur aftur gleði sína): verður glaður aftur. Barnsgrátur stendur oft stutt, barnið tekur gleði sína fljótt aftur. Að taka e-ð upp merkir vissulega m.a. að endurtaka e-ð. En hvorki dugir að „taka upp gleði sína“ eða „taka aftur upp gleði sína“.