Óttar segist verja töluverðum tíma í að hugsa nýjar leiðir til þess að bæta árangur Lánasjóðsins, t.d. með því að afla ódýrara lánsfjár.
Óttar segist verja töluverðum tíma í að hugsa nýjar leiðir til þess að bæta árangur Lánasjóðsins, t.d. með því að afla ódýrara lánsfjár. — Morgunblaðið/Eyþór

Óttar Guðjónsson hefur mikla reynslu af banka- og verðbréfastarfsemi enda hefur hann starfað bæði á Íslandi og Bretalandi hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum. Að hans mati erum við enn að súpa seyðið af of miklum vaxtalækkunum þegar covid-heimsfaraldurinn gekk yfir.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Háir vextir! Það segir sig sjálft að það er afleitt að þurfa að veita ný lán með 4% raunvöxtum þegar það eru bara tvö ár síðan við vorum að lána með 1 til 2% raunvöxtum.

Þegar litið er til baka verður augljóst að vextir voru lækkaðir of mikið á covid-tímanum og því miður erum við enn að súpa seyðið af því. Maður bara vonar að afkoma sveitarfélaga verði það góð á árinu að þau þurfi ekki að taka mikið af lánum.

Hvað

...