Borgarstjórn samþykkti í gær tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a
Samtal Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi við íbúa sem mættu í Ráðhúsið þar sem Álfabakki 2 var til umræðu.
Samtal Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi við íbúa sem mættu í Ráðhúsið þar sem Álfabakki 2 var til umræðu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fréttaskýring

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Borgarstjórn samþykkti í gær tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir mikilvægt að læra af þeim mistökum sem gerð hafi verið.

„Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði."

Gagnrýnir stjórnkerfið

...