„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð. „Ég fann töluvert meira fyrir skjálftunum í Grindavík rétt áður en það fór að gjósa þar,“ segir Jakob. Bændur á Mýrum í Borgarfirði eru ekki sérlega órólegir þrátt fyrir jarðhræringar
...