Saksóknarar í Suður-Kóreu greindu frá því í gær að þeir hefðu fengið samþykkta aðra handtökuskipun á hendur forsetanum Yoon Suk-yeol í stað þeirrar sem rann út á mánudaginn. Að þessu sinni var ekki gefið upp til hversu langs tíma handtökuskipunin…
Yoon Suk-Yeol
Yoon Suk-Yeol

Saksóknarar í Suður-Kóreu greindu frá því í gær að þeir hefðu fengið samþykkta aðra handtökuskipun á hendur forsetanum Yoon Suk-yeol í stað þeirrar sem rann út á mánudaginn. Að þessu sinni var ekki gefið upp til hversu langs tíma handtökuskipunin væri, en Yoon sætir rannsókn fyrir uppreisn gegn ríkinu vegna tilraunar sinnar í byrjun desember til þess að lýsa yfir herlögum.

Fyrri tilraunir lögreglu til þess að handtaka Yoon sigldu í strand um helgina þegar öryggissveitir forsetans neituðu að leyfa handtökunni að fara fram. Er Yoon nú sagður staddur í forsetahöllinni ásamt hundruðum lífvarða.

Stuðningsmenn forsetans komu saman í gær við forsetahöllina eftir að handtökuskipunin var endurnýjuð til þess að mótmæla málinu á hendur honum.