Einar Þorsteinsson borgarstjóri minntist Egils Þórs Jónssonar, fv. borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við upphaf fundar borgarstjórnar í gær. Egill Þór lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein aðeins 34 ára gamall 20. desember sl.
Egill Þór lætur eftir sig eiginkonu, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson, og tvö ung börn, Sigurdísi, 3 ára, og Aron Trausta, 5 ára. Stofnaður hefur verið minningarsjóður til styrktar fjölskyldunni, kt. 020891-3279, reikningur 0123-15-191262.