Finnland Olíuflutningaskipið Eagle S situr nú við bryggju í Kilpilathi-höfn í Porvoo. Grunur leikur á að skipinu hafi verið beitt til skemmdarverka.
Finnland Olíuflutningaskipið Eagle S situr nú við bryggju í Kilpilathi-höfn í Porvoo. Grunur leikur á að skipinu hafi verið beitt til skemmdarverka. — AFP/Antti Aimo-Koivisto

Sænski flotinn sagði í gær að hann hefði náð að endurheimta akkeri olíuflutningaskipsins Eagle S af hafsbotni í Eystrasalti, en áhöfn skipsins er grunuð um að hafa skemmt fjóra símakapla og einn rafstreng á botni Eystrasalts á jóladag með því að draga akkeri skipsins yfir þá.

Skipið er skráð til hafnar á Cook-eyjum, en talið er að það tilheyri hinum svonefnda „skuggaflota“ Rússlands, sem hefur það hlutverk að flytja olíu frá Rússlandi í trássi við refsiaðgerðir vesturveldanna á hendur Rússum.

Talsmaður sænska flotans sagði við AFP-fréttastofuna í gær að akkerið hefði verið afhent yfirvöldum í Finnlandi, sem rannsaka nú skemmdarverkin, en finnska lögreglan sagði 29. desember sl. að hún hefði fundið slóð eftir akkerið sem hefði náð yfir tugi kílómetra.

Átta manns úr

...