Olaf Scholz Þýskalandskanslari leggst alfarið gegn vilja Græningja þess efnis að hækka framlög ríkisins til varnarmála upp í 3,5 prósent af landsframleiðslu. Yrði það næstum því tvöföldun á útgjöldum miðað við stöðuna í dag. Að auka framlög svo mikið án þess að tilgreina hvaðan peningarnir eigi að koma eða í hvað þeim verður varið er, að mati kanslarans, „vanhugsað“. Hver á að borga reikninginn, spurði hann og bætti við: nú almenningur auðvitað.
Robert Habeck, varakanslari og leiðtogi Græningja í komandi kosningum hinn 23. febrúar, sagði í viðtali við þýska blaðið Spiegel að mikilvægt væri að hækka útgjöldin til varnarmála í 3,5 prósent. Er það nokkru hærri upphæð en Atlantshafsbandalagið (NATO) ætlast til af aðildarríkjum sínum, en sú tala er tvö prósent. Sem stendur ná 23 ríki NATO af 32 settu marki. Framkvæmdastjóri NATO hvetur þessi 23 ríki til að gefa enn frekar í
...