Jean-Marie Le Pen, stofnandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, lést í gær, 96 ára að aldri. Le Pen vakti mikla athygli í frönskum stjórnmálum árið 2002, þegar hann náði óvænt að komast í aðra umferð frönsku forsetakosninganna gegn sitjandi forseta, Jaques Chirac.
Le Pen var oft sakaður um rasisma og gyðingahatur, en hann lýsti því einu sinni yfir að helförin gegn gyðingum væri einungis smáatriði í sögunni. Jordan Bardella, formaður Þjóðfylkingarinnar, sagði í gær að Le Pen hefði ávallt þjónað Frakklandi.