Fátt er mikilvægara þjóð en að forystufólk hennar hafi skýra sýn á framtíðina og þær stefnuáherslur sem færa eiga þjóðfélagið í átt að þeirri sýn.

Stefnumótun

Þórður Sverrisson

Ráðgjafi hjá Stratagem

Fátt er mikilvægara þjóð en að forystufólk hennar hafi skýra sýn á framtíðina og þær stefnuáherslur sem færa eiga þjóðfélagið í átt að þeirri sýn. Þær áherslur sem þar koma fram eiga að þjóna sem leiðarljós verkefna sem ráðast á í til hagsbóta fyrir land og lýð. Það skiptir því miklu máli að mótun stefnu sé vel unnin og leiði til þess að á hverjum tíma hreyfist samfélagið í þá átt sem framtíðarsýnin segir til um.

Skömmu fyrir áramót kynnti ný ríkisstjórn stefnuyfirlýsingu sína. Hún hófst á því að greint var frá nokkrum markmiðum sem mynda þungamiðju í áherslum nýrrar ríkisstjórnar og síðan voru 23 aðgerðir tilgreindar til að ná þeim markmiðum. Í

...