Ný kuðungategund uppgötvaðist nýlega í hafinu við Ísland. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að slíkt sé fátítt og í þessu tilviki sé um að ræða afrakstur mikillar vinnu.
Kuðungurinn er um 3 cm á hæð og tilheyrir ættkvíslinni Buccinum eins og beitukóngur. Hefur þessi kuðungategund verið nefnd eftir Jónbirni Pálssyni, fyrrverandi starfsmanni Hafrannsóknastofnunar, og heitir Buccinum palssoni Fraussen, Delongueville & Scaillet, 2024. Tegundin hefur enn
...