Rúmlega 1.400 slökkviliðsmenn í suðurhluta Kaliforníu glíma nú við þrjá aðskilda gróðurelda sem herja á úthverfi Los Angeles-borgar. Saman höfðu gróðureldarnir þrír lagt undir sig rúmlega 2.300 hektara lands í gærkvöldi og eyðilagt rúmlega þúsund heimili.
Slökkvilið Los Angeles greindi frá því í gærkvöldi að tveir væru látnir vegna eldanna og að margir hefðu fengið alvarleg brunasár. » 38