Kópavogur Aron Kristófer hefur leikið með Völsungi, Þór, ÍA og KR.
Kópavogur Aron Kristófer hefur leikið með Völsungi, Þór, ÍA og KR. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Aron Kristófer Lárusson er genginn til liðs við HK og hefur samið við Kópavogsfélagið til þriggja ára. Aron hefur leikið undanfarin fimm ár með ÍA og KR í efstu deild, samtals 74 leiki, en fór til Þórs á Akureyri frá KR á miðju síðasta sumri og lék þar í 1. deildinni til loka tímabilsins. Aron lék með Þór til 2019 og á að baki 51 leik með félaginu í 1. deild. HK féll úr Bestu deildinni í haust og leikur því í 1. deild á þessu ári.