Utanríkisráðherra Frakklands,
Jean-Noel Barrot, varaði í gær Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, við því að hóta landamærum fullvalda ríkja Evrópusambandsins. „Evrópusambandið mun aldrei líða öðrum ríkjum, sama hver þau eru, að ráðast á landamæri sín,“ sagði Barrot í útvarpsviðtali í gær. „Við erum sterk heimsálfa. Við þurfum að styrkja okkur frekar.“
Orð Barrots féllu í kjölfar þess að Trump neitaði á blaðamannafundi sínum í fyrrakvöld að útiloka að hann myndi beita hervaldi til þess að ná Grænlandi og Panamaskurðinum undir yfirráð Bandaríkjanna.
Barrot sagði að Grænland væri „evrópskt svæði“ í gegnum samband sitt við Danmörku, en Grænlendingar kusu árið 1982 að standa utan Evrópubandalagsins, fyrirrennara ESB, og hafa því frá árinu 1985 talist til „landa og yfirráðasvæða
...