Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Langvinsælasta umræðuefnið á fyrirlestrum mínum um samskipti milli ólíkra kynslóða er tjáknin, eða það sem á ensku heitir emoji. Þessar litlu myndir sem fólk sendir sín á milli með textaskilaboðum og merkja ekki það sama í huga fólks, eftir aldri,“ segir Anna Steinsen hjá mennta- og þjálfunarfyrirtækinu Kvan, sem býður fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum m.a. upp á skemmtilega og upplýsandi fyrirlestra.
„Fólk sem tilheyrir miðaldrakynslóðinni missir hökuna niður í gólf þegar það áttar sig á hvað tjáknin standa fyrir hjá yngri kynslóðinni, en þau sem tilheyra yngri kynslóðinni eru aftur á móti mjög fegin að ég tali um þetta á vinnustöðum, af því að þau eru ekkert endilega að nefna þetta sjálf. Þau gefa reyndar miðaldra afslátt, þeim gömlu
...