Baksvið
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta gagnvart kröfum ríkisins í þjóðlendur á svæði 12 hafa frest til að bregðast við skriflega fyrir 31. janúar næstkomandi. Yfirleitt er talað um eyjar og sker varðandi svæði 12 í umfjöllun um málið en Morgunblaðið fjallaði til að mynda nokkuð um það þegar kröfur ríkisins voru kynntar í febrúar í fyrra.
Krafan er sett fram af fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins. Gagnrýndu þá margir framgöngu ríkisins í málinu, til að mynda hér í Morgunblaðinu, og töldu ríkið ganga mjög langt. Sögðu margir að kalla mætti þetta ýtrustu kröfur en ekki er þar með sagt að þær muni allar ná fram að ganga, þar sem óbyggðanefnd er úrskurðaraðili í málum þar sem tekist er á um eignaréttinn.
...