Árið var troðfullt af jákvæðum fréttum, krúttlegum dýrum og fallegum augnablikum sem hækkuðu í gleðinni hjá lesendum jafnt sem hlustendum. K100 tók saman nokkrar af eftirminnilegustu jákvæðu fréttum ársins 2024
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Árið var troðfullt af jákvæðum fréttum, krúttlegum dýrum og fallegum augnablikum sem hækkuðu í gleðinni hjá lesendum jafnt sem hlustendum. K100 tók saman nokkrar af eftirminnilegustu jákvæðu fréttum ársins 2024.
Fjórar systur – einn afmælisdagur
Hjá Lammert-fjölskyldunni í Bandaríkjunum er einn dagur ársins sérstaklega merkilegur – afmælisdagur allra fjögurra dætra fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að þær séu fæddar með þriggja ára millibili deila þær allar sama afmælisdegi, sem þykir ótrúleg tilviljun og virðist hafa komið foreldrum stúlknanna jafn mikið á óvart og öðrum.
Ofursjaldgæfur tígrishvolpur heillaði heimsbyggðina
Í ágúst fæddist ofursjaldgæfur Súmötru-tígrishvolpur
...