Fræðirit Gengið til friðar ★★★·· Árni Hjartarson ritstýrði. Skrudda, 2024. Innb., myndir, 350 bls.
Bækur
Björn
Bjarnason
Það er til marks um hve Sigurður Flosason (f. 1928) reyndist herstöðvaandstæðingum vel sem gjaldkeri samtaka þeirra frá 1995 til 2024 að þeir hafa ráð á að gefa út sögu sína í þessari þungu, myndskreyttu og efnismiklu bók í stóru broti. Sigurður lét af gjaldkerastörfunum 96 ára þegar sá til lands við útgáfu bókarinnar (314).
Glæsileiki bókarinnar fellur að myndinni sem dregin er upp af andófshreyfingunni gegn aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnarsamningnum við Bandaríkin. Lýst er þjóðlegri hreyfingu friðar- og listvina, þjóðmenningarlegum félagsskap um hlutleysi. Stjórnmálaátök kalda stríðsins eru víðs fjarri.
Í bókinni er ekki gert upp við þann þráð í
...