Kvikmyndin The Damned, sem er innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru, hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í tilkynningu
Frábærar viðtökur Gagnrýnendur ytra hafa hrósað kvikmyndinni.
Frábærar viðtökur Gagnrýnendur ytra hafa hrósað kvikmyndinni.

Kvikmyndin The Damned, sem er innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru, hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fyrstu kvikmynd ­Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handritshöfundinum Jamie Hannigan. Þá hafa gagnrýnendur ytra sérstaklega hrósað kvikmyndinni fyrir hvernig hún fangi bæði fegurð og grimmd íslenskrar náttúru. „New York Times segir að í The Damned verði hið víðfeðma, forsögulega íslenska landslag að persónu – miskunnarlausu afli sem auki einangrunina, sektar­kenndina og hryllinginn sem mannlegar boðflennur standi frammi fyrir.“ Myndin verður frumsýnd hér á landi 30. janúar.