Skortir Alþingi heimildir fyrir núverandi málsmeðferð frumvarpa?
Haukur Arnþórsson
Haukur Arnþórsson

Haukur Arnþórsson

Á síðustu misserum hefur Alþingi þrisvar verið dæmt fyrir að fara ekki að réttum reglum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipun dómara í Landsrétt andstæða mannréttindasáttmála Evrópu sem og atkvæðagreiðsluna um hverjir væru þingmenn eftir talninguna í NV-kjördæmi. Nýverið dæmdi héraðsdómur að búvörulagabreytingin frá því í vor væri ógild. Dómarnir hafa ekki haft afleiðingar hjá löggjafarvaldinu, en hliðstæð mistök hjá framkvæmdarvaldinu leiða nær óhjákvæmilega til afsagnar ráðherra.

Kröfur um málsmeðferð frumvarpa

En framkvæmir Alþingi reglur um lagagerð af staðfestu? Í umfjöllun minni í bókinni Mín eigin lög (2024) er rökstutt að nokkuð vanti upp á það. Ákvæðið um að „ekkert lagafrumvarp [megi] samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður“ (44. gr.) tekur annars vegar

...