Fjölmenni var við útför Egils Þórs Jónssonar, fv. borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá Grafarvogskirkju í gær. Séra Guðni Már Harðarson jarðsöng.
Egill Þór lést 20. desember sl. 34 ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.
Tónlist í athöfninni fluttu Daníel Ágúst Haraldsson og meðlimir Gospeltóna, þau Hrönn Svansdóttir, Fanny K. Tryggvadóttir og Óskar Einarsson.
Félagar Egils í Oddfellowreglunni stóðu heiðursvörð í kirkjunni og fyrir utan við líkfylgdina voru ungliðar úr Sjálfstæðisflokknum og stúdentapólitíkinni.