Nicolás Maduro
Nicolás Maduro

Stjórnarandstaðan í Venesúela fordæmdi í gær handtökur stjórnvalda á pólitískum andstæðingum. Stefnt er að því að Nicolás Maduro sverji embættiseið sinn á morgun, föstudag, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan segi að hann hafi tapað forsetakosningunum í júlí sl. fyrir Edmundo González Urrutia.

González, sem er nú í útlegð, sagði í fyrradag að tengdasyni sínum hefði verið rænt af grímuklæddum mönnum, en Enrique Márquez, annar af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, var handtekinn sama dag. Þá var Carlos Correa, baráttumaður fyrir auknu prent- og málfrelsi í Venesúela, handtekinn í gær.