Á þessu ári er áætlað að heildarútgáfa ríkisbréfa verði um 180 milljarðar króna. Kemur þetta fram í tilkynningu Lánamála ríkisins frá 30. desember síðastliðnum. Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka, segir að útgáfuáætlunin sé í…
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Á þessu ári er áætlað að heildarútgáfa ríkisbréfa verði um 180 milljarðar króna. Kemur þetta fram í tilkynningu Lánamála ríkisins frá 30. desember síðastliðnum.
Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka, segir að útgáfuáætlunin sé í hærri kantinum miðað við væntingar markaðsaðila, sem lágu sennilega nærri 140-160 milljörðum króna.
„Áætlunin ætti samt ekki að koma á óvart í ljósi endurmats á afkomu ríkissjóðs undir lok síðasta árs þar sem heimild til lántöku var hækkuð í 190 milljarða króna,“ segir Gunnar.
Hann kveðst ekki hafa stórar áhyggjur af áætluninni þetta árið frekar en fyrri ár.
...