Breskir starfsmenn bandarísku skyndabitakeðjunnar McDonald’s segjast búa við kynferðislega áreitni af ýmsu tagi innan vinnustaðarins. Enn virðist þetta vera vandamál þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi gefið loforð um að tekið yrði á slíkri hegðun fyrir ári.
Ungur starfsmaður sagði nýlega frá því í samtali við BBC að samstarfsfólk hans væri hrætt við að mæta til vinnu af ótta við kynferðislega áreitni yfirmanna sinna.
Breska jafnréttiseftirlitið hefur fengið yfir 300 tilkynningar um áreitni og áformar nú að grípa til aðgerða.
Talsmaður McDonald’s fullyrti hins vegar að fyrirtækið hefði unnið hörðum höndum síðastliðið ár að endurskoða sína starfshætti og tryggja öryggi starfsmanna sinna. Stjórnendum McDonald’s hefur verið gert að mæta fyrir breska þingnefnd til
...