Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jóhann Úlfarsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Icelandair, læsti á eftir sér í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli áður en starfsemin var flutt í nýtt húsnæði á Flugvöllum í Hafnarfirði skömmu fyrir jól, en þótt hann sé að hætta störfum eftir tæplega 40 ár hjá fyrirtækinu er hann ekki sestur í helgan stein. „Ég verð sjötugur seinna í mánuðinum og kemst þá í úreldingarflokk, en ég er húsgagnasmiður og bólstrari á fullu í félagsmálum og hef því nóg að gera.“
Snemma árs 1986 fékk Jóhann vinnu hjá Flugleiðum, sem síðar varð Icelandair. „Fyrsta starfið mitt hérna fólst í að rukka ferðaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu vegna farmiðasölu,“ segir Jóhann. Þær hafi verið yfir 30 af öllum stærðum og gerðum og hann hafi keyrt á milli og
...