Markvörður Marta Wawrzynkowska hefur reynst Eyjakonum afar vel.
Markvörður Marta Wawrzynkowska hefur reynst Eyjakonum afar vel. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Tímabili pólsku handknattleikskonunnar Mörtu Wawrzynkowska hjá ÍBV er væntanlega lokið en hún er með rifu í krossbandi í hné. Handbolti.is greindi frá. Marta hefur verið einn besti markvörður úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og er um mikið áfall fyrir Eyjaliðið að ræða. Marta kom til ÍBV árið 2019. Hún hefur leikið átta leiki á yfirstandandi tímabili og verið með tæplega 40 prósenta markvörslu samkvæmt HBStatz.