Í febrúar og mars verða fimm mikilvægir knattspyrnuleikir íslenskra liða leiknir erlendis. Fimm heimaleikir Íslands. Víkingar mæta Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar 13. febrúar, væntanlega í nágrenni Kaupmannahafnar
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Í febrúar og mars verða fimm mikilvægir knattspyrnuleikir íslenskra liða leiknir erlendis. Fimm heimaleikir Íslands.
Víkingar mæta Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar 13. febrúar, væntanlega í nágrenni Kaupmannahafnar.
Stúlknalandsliðið leikur í mars til úrslita um sæti í lokakeppni EM og er gestgjafi í sínum riðli. En vegna aðstöðuleysis á Íslandi verða heimaleikirnir þrír leiknir á Spáni.
Karlalandsliðið leikur heimaleik sinn gegn Kósóvó, úrslitaleik um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, í Murcia á Spáni 23. mars.
Laugardalsvöllurinn verður loksins nothæfur árið um kring frá og með komandi sumri, þannig að vonandi gerist þetta
...