Handknattleiksmarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir er komin til Gróttu frá Fram að láni út tímabilið. Andrea, sem verður 23 ára á árinu, er uppalin hjá ÍBV en hefur verið hjá Fram undanfarin tvö tímabil. Hún mun veita Önnu Karólínu Ingadóttur samkeppni seinni hluta tímabilsins. Andrea lék níu leiki með Fram í úrvalsdeildinni fyrir áramót og var með um 30 prósenta markvörslu.

Bournemouth, sem hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur, hefur orðið fyrir öðru áfalli sínu á nokkrum dögum. Brasilíski framherjinn Evanilson er úr leik næstu mánuði eftir að hafa ristarbrotnað í leik liðsins gegn Everton um síðustu helgi. Nú hefur Tyrkinn Enes Ünal, félagi hans í framlínu Bournemouth, líka helst úr lestinni en hann sleit krossband í hné á æfingu og spilar ekki

...