Alþjóðlegra áhrifa gætir í dagskrá Listasafns Íslands í ár en verk þekktra listamanna á borð við Christian Marclay munu rata inn í sýningarsali safnsins. Þá hefur verið endurvakið Listasafnsfélagið sem starfrækt var á sjötta áratug síðustu aldar
Samvinna Sýning á verkum Steinu Vasulka verður sett upp í bæði Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur.
Samvinna Sýning á verkum Steinu Vasulka verður sett upp í bæði Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur. — Morgunblaðið/Karítas

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Alþjóðlegra áhrifa gætir í dagskrá Listasafns Íslands í ár en verk þekktra listamanna á borð við Christian Marclay munu rata inn í sýningarsali safnsins. Þá hefur verið endurvakið Listasafnsfélagið sem starfrækt var á sjötta áratug síðustu aldar. Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, segir að sýningarnar í ár séu mjög fjölbreytilegar og eigi ríkt erindi til allra.

Safnið sé auga út í heim

Árið hefst á sýningu á ljósmyndaverkum sem ber heitið Nánd hversdagsins. „Við sýnum þar verk eftir bæði íslenska og erlenda listamenn þar sem nándin er næstum áþreifanleg,“ segir Ingibjörg. „Á sýningunni má meðal annars sjá verk eftir Sally Mann sem er

...