Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Staða Grænlands er á ný komin í alþjóðlegt sviðsljós eftir að Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði, lýsti því yfir á ný að nauðsynlegt væri að landið kæmist undir bandarísk yfirráð. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, hefur í kjölfarið sagt að Grænlendingar þurfi á næstu árum að taka mikilvæg skref í átt að sjálfstæði frá Danmörku.
Trump sýndi Grænlandi raunar einnig áhuga árið 2019 þegar hann var forseti og þá skrifaði Skúli Halldórsson aðstoðarfréttastjóri mbl.is ítarlega grein á vefinn þar sem hann rifjaði upp hugmyndir sem voru nokkuð áberandi á síðustu öld um að Ísland ætti að gera tilkall til Grænlands.
Í grein Skúla kom fram að rekja mætti þessar
...