Hamrarnir Graham Potter tekur við West Ham af Julen Lopetegui.
Hamrarnir Graham Potter tekur við West Ham af Julen Lopetegui. — AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið West Ham rak í gær spænska knattspyrnustjórann Julen Lopetegui frá störfum eftir aðeins sex mánaða veru í Lundúnum. Félagið mun ráða Graham Potter sem eftirmann Lopetegui en West Ham hafði ekki staðfest ráðninguna þegar blaðið fór í prentun. The Guardian greindi frá því að Potter hafði samþykkt tveggja og hálfs árs samningstilboð West Ham. Potter stýrði síðast Chelsea en var rekinn í apríl 2023.