Landsliðsfyrirliðarnir Jóhann Berg Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir urðu efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, fyrir landsleikina sem spilaðir voru á árinu 2024. Jóhann Berg fékk níu M í níu leikjum og fékk því eitt að meðaltali í leik
M-gjöfin
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Landsliðsfyrirliðarnir Jóhann Berg Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir urðu efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, fyrir landsleikina sem spilaðir voru á árinu 2024.
Jóhann Berg fékk níu M í níu leikjum og fékk því eitt að meðaltali í leik. Hann fékk tveimur M-um meira en markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson og miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason sem komu næstir með sjö M.
Glódís fékk 13 M á árinu, þremur meira en Sveindís Jane Jónsdóttir sem varð önnur með tíu. Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir og miðjukonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir koma þar á eftir með sjö M hvor.
Einkunnagjöf Morgunblaðsins er á þá leið
...