Meðal þess meinlausara sem gerðist í Kófinu, á covid-tímanum, er það hve oft var minnst á „fordómalausa“ tíma. „Víðsjárverðir“ tímar renna líka stundum upp í ræðu og riti. Viðsjá er varúð, gætni, varkárni og viðsjárvert er…

Meðal þess meinlausara sem gerðist í Kófinu, á covid-tímanum, er það hve oft var minnst á „fordómalausa“ tíma. „Víðsjárverðir“ tímar renna líka stundum upp í ræðu og riti. Viðsjá er varúð, gætni, varkárni og viðsjárvert er hættulegt, óöruggt, varhugavert, áhættusamt. Á viðsjárverðum tímum er því ýmissa veðra von.