Bjarni Þjóðleifsson fæddist á Akranesi 29. janúar 1939. Hann lést í Reykjavík 30. desember 2024.
Foreldrar hans voru Guðrún Bjarnadóttir, f. 1912 á Augastöðum í Hálsasveit, kaupakona og húsfreyja á Akranesi, d. 2009, og Þjóðleifur Gunnlaugsson, f. 1896 á Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal, rafstöðvarstjóri og kaupmaður á Akranesi, d. 1974.
Bjarni var í sveit bæði að Melum í Melasveit og síðar á Litla-Vatnshorni í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959, settist í læknadeild HÍ um haustið og útskrifaðist þaðan í febrúar 1966. Þá tók við kandídats- og síðar aðstoðarlæknisvinna á ýmsum deildum sjúkrahúsanna í Reykjavík, námsdvöl í Aberdeen og aðstoðarlæknisstaða á Sauðárkróki.
Bjarni stundaði framhaldsnám í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum í Dundee í Skotlandi
...